Plastplan er hönnunar studio og plast endurvinnsla stofnað árið 2019. Markmið Plastplan er að stuðla að fullkominni hringrás plastefna og með því sýna fram á mikla möguleika sem felast í hráefninu. Plastplan hefur frá árinu 2017 byggt, þróað og hannað vélar fyrir plast endurvinnslu til að efla úrvinnslu. Vélakosturinn er til þess fallinn að framleiða margvíslegar afurðir, stórar og smáar, á vinnustofu þeirra á Granda.
Plastplan á í stöðugu samstarfi við níu framsækin fyrirtæki; A4, Byko, Blush, Icelandair, Ikea, Íslenska Gámafélagið, Krónuna, Maul og 66° Norður og hjálpar þeim að taka auka græn skref í rekstri. Í því felst að Plastplan sækir plast vikulega og skilar sama plasti til baka í formi nýrra nytjahluta, hannaða og framleidda af Plastplan.
Vinnustofan er í stöðgugri þróun og mun í framtíðinni standa að stöðugum samstörfum, hanna og þróa eigin vörulínur og bæta vélakost enn frekar til að stuðla að aukinni endurvinnslu innanlands.Plastplan býður upp á alhliða hönnunar þjónustu og framleiðslu á hverskonar verkefnum hvort sem er á hugmynda- eða framleiðslu stigi. Við leggjum áherslu á fullkomna hringrás og erum spennt fyrir öllum verkefnum með samfélags- og umhverfis áherslur.